Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 19:00
Elvar Geir Magnússon
Íslenskir dómarar lang spjaldaglaðastir á Norðurlöndum
Tvöfalt fleiri spjöld en í Svíþjóð
Vuk gapandi hissa á að fá gult spjald.
Vuk gapandi hissa á að fá gult spjald.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson með gula spjaldið.
Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson með gula spjaldið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómarar Bestu deildarinnar voru fljótir að seilast í vasann og taka upp gula spjaldið í 1. umferð deildarinnar. Það er áhersluatriði hjá dómurunum að spjalda fyrir mótmæli og kjaftbrúk og þegar verið er að tefja með ýmsum hætti.

Mikið hefur verið fjallað um spjaldagleði dómaranna og er áhugavert að skoða spjaldaregnið miðað við fjölda spjalda í fyrstu umferðum í öðrum deildum Norðurlanda sem fóru af stað nýlega.

Það er tvöfalt fleiri spjöld að jafnaði meira í leik í íslensku deildinni heldur en í Svíþjóð sem er næst hæst. Spurning hreinlega hvort Ísland sé að setja eitthvað met í þessum málum þegar víðar er skoðað í heiminum?

Svona var spjaldafjöldi í fyrstu umferð í þessum deildum:

Svíþjóð - 8 leikir, 35 gul og 1 rautt
Samtals 36 spjöld eða 4,5 að jafnaði í leik

Noregur - 8 leikir, 30 gul og 1 rautt
Samtals 31 spjald eða 3,9 að jafnaði í leik

Færeyjar - 5 leikir, 21 gult og 1 rautt
Samtals 22 spjöld eða 4,4 að jafnaði í leik

Ísland - 6 leikir, 52 gul og 2 rauð
Samtals 54 spjöld eða 9 að jafnaði í leik
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner