Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rodrygo var nálægt því að fara til Liverpool - „Vildi það ekki"
Mynd: EPA

Brasilíumaðurinn Rodrygo leikmaður Real Madrid greindi frá því í viðtali við The Guardian að hann hafi neitað Liverpool þegar hann spilaði með Santos í heimalandinu.


Rodrygo hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu og talið að Real Madrid hafi tvisvar sinnum hafnað tilboði enska liðsins í leikmanninn.

Hann er 23 ára gamall en hann gekk til liðs við Real Madrid frá Santos árið 2019. Liverpool er talið vilja fá hann til að fylla skarð Mohamed Salah.

„Við lokuðum ekki samningnum því ég vildi það ekki. Ég vildi vera áfram hjá Santos jafnvel þótt tilboðið hafi verið mjög gott. Leiðin sem þeir lofuðu mér var mjög góð fyrir ferilinn minn. Ég hefði klárað skólann á Englandi til að undirbúa mig fyrir evrópska boltann," sagði Rodrygo.

„Það var alltaf draumurinn minn að spila í Evrópu. Ég vildi vera áfram hjá Santos og skrifa söguna þar. Það gerðist, ég gat uppfyllt drauminn að spila fyrir Santos. Það er satt, ég fór næstum því til Liverpool."


Athugasemdir
banner
banner