Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 10. janúar 2022 23:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dregið í enska bikarnum: Utandeildarlið mætir úrvalsdeildarliði
David Moyes er þjálfari West Ham sem mætir Kidderminster.
David Moyes er þjálfari West Ham sem mætir Kidderminster.
Mynd: EPA
Það er búið að draga í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar. Þriðja umferðin var spiluð um liðna helgi og kláraðist með leik Manchester United og Aston Villa í kvöld.

Það sem er kannski stærst úr dráttinum sem var að klárast er að Kidderminster úr utandeildinni mun spila við West Ham á heimavelli. Það verður alvöru upplifun fyrir lærisveina David Moyes.

Ríkjandi meistarar Leicester mæta Nottingham Forest, sem sló út Arsenal í gær.

Hérna fyrir neðan má sjá hvernig fjórða umferðin lítur út.

Fjórða umferðin:
Crystal Palace v Hartlepool
Bournemouth v Boreham Wood
Huddersfield v Barnsley
Peterborough v QPR
Cambridge v Luton
Southampton v Coventry
Chelsea v Plymouth
Everton v Brentford
Kidderminster v West Ham
Manchester United v Middlesbrough
Tottenham v Brighton
Liverpool v Cardiff
Stoke v Wigan
Nottingham Forest v Leicester
Manchester City v Fulham
Wolves v Norwich
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner