Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 12. apríl 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Felipe Anderson skoraði tvö í sigri Lazio
Mynd: EPA
Lazio 4 - 1 Salernitana
1-0 Felipe Anderson ('7 )
2-0 Matias Vecino ('14 )
2-1 Loum Tchaouna ('16 )
3-1 Felipe Anderson ('35 )
4-1 Gustav Isaksen ('87 )

Brasilíski vængmaðurinn Felipe Anderson skoraði tvö er Lazio vann Salernitana 4-1 í Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Anderson hefur ekki verið neitt svakalega iðinn við kolann á þessu tímabili.

Fyrir leikinn hafði hann aðeins skorað þrjú deildarmörk. Sá er ákveðinn í að kveðja Lazio með stæl en hann er sagður á leið til Juventus eftir þessa leiktíð.

Brasilíumaðurinn skoraði fyrsta mark sitt á 7. mínútu áður en Matias Vecino tvöfaldaði forystuna sjö mínútum síðar. Loum Tchaouna svaraði strax fyrir Salernitana en Anderson sá til þess að koma Lazio aftur í tveggja marka forystu þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum.

Gustav Isaksen gerði fjórða og síðasta mark Lazio í leiknum en liðið er nú í 7. sæti með 49 stig, einu stigi frá Atalanta sem er í Evrópusæti.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 36 40 -4 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 57 -21 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner