Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
   fim 13. júní 2019 22:38
Baldvin Már Borgarsson
Búi Vilhjálmur: Fundum villimannseðlið í okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Búi Vilhjálmur Guðmundsson, sem stýrir Haukum þessa daganna, var hrikalega sáttur eftir 2-1 sigur gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ fyrr í kvöld.

Þetta var fyrsti deildarsigur Hauka í ár og einungis annar sigurleikur þeirra frá því í byrjun febrúar gegn einmitt Aftureldingu, en áður höfðu þeir unnið 4. deildar lið KFS í bikarnum.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  2 Haukar

„Hrikalega stoltur af strákunum, við lögðum vinnuna í þennan leik og uppskárum.'' Sagði Búi strax eftir leik.

„Sóknarlega í fyrri hálfleik pressuðum við á þá og þeir áttu engin svör, í seinni hálfleik vorum við 2-0 yfir og eðlilega förum við að verja okkar, búnir að vera í ströggli framan af tímabili.'' Sagði Búi um leikinn.

„Með vinnusemi og trú kláruðum við þá.'' Hélt hann áfram.

„Eins og þú segir þá fórum við svolítið back to basics, grunnurinn að þessu var að við fundum villimannseðlið í okkur.'' Sagði Búi, spurður út í hvort Haukar hafi ekki þurft að fara meira í grunninn og reyna að múra fyrir eftir dapurt gengi undanfarið og þjálfaraskipti.

Verður Búi áfram við stjórnvölin hjá Haukum?

„Ég vona það, en það bara kemur allt í ljós, ég vona að ég lendi ekki í einhverju Ole Gunnar Solskjær dæmi.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar fer Búi nánar ofan í leikinn, sínar áherslubreytingar frá Kristjáni Ómari og hvernig þeir unnu þennan sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner