Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   mið 16. ágúst 2017 10:15
Elvar Geir Magnússon
Böddi löpp: Notum kannski svipað leikplan og ÍBV gerði gegn okkur
Böddi löpp í bikarúrslitaleiknum.
Böddi löpp í bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar FH leika gegn Braga frá Portúgal í umspili fyrir Evrópudeildina en fyrri viðureignin verður í Kaplakrika klukkan 17:45 á fimmtudaginn.

Líkurnar eru allar með Braga en liðið er að mestu skipað portúgölskum og brasilískum leikmönnum.

Fótbolti.net ræddi við Böðvar Böðvarsson, bakvörð FH-inga, og byrjaði á að spyrja hann hvernig hafi gengið að koma tapinu gegn ÍBV í bikarúrslitunum síðasta laugardag úr kerfinu.

„Ég er enn mjög pirraður en það verður allt gleymt á fimmtudaginn. Þetta var mjög sárt. Það pirrar okkur mest að við áttum ekki neitt skilið úr þessum leik. Við vorum ömurlegir í fyrri hálfleik, ég man ekki eftir að hafa spilað leik með FH þar sem allt liðið er svona lélegt frá fyrstu til síðustu mínútu fyrri hálfleiksins," sagði Böðvar á æfingu FH-inga.

Ljóst er að FH þarf að sýna miklu betri frammistöðu gegn Braga á fimmtudaginn til að halda sér inn í því einvígi fyrir seinni leikinn.

„Við höfum staðið okkur vel í Evrópukeppninni og kunnum að verjast. Við gerum lítið að því á Íslandi enda liggja flest liðin til baka gegn okkur. Það er öðruvísi leikplan hjá okkur á fimmtudaginn, kannski svipað plan og ÍBV gerði gegn okkur."

Böddi segist hafa trú á því að FH geti komið á óvart gegn Braga.

„Þetta er það fallega við fótboltann. Þetta eru bara tveir leikir. Ég hef fulla trú á því að við getum unnið. Við þurfum að passa upp á að þeir skori ekki hérna enda er útivallamarkareglan ömurleg. Ef við höldum þeim í núllinu hér hef ég fulla trú á því að við getum farið áfram," segir Böðvar.

„Ef við vinnum er það stærsta skref sem félagslið hefur tekið á Íslandi. Við munum leggja allt í sölurnar til að ná því."

Viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner