Kólumbíski sóknarmaðurinn Jhon Duran skoraði tvö mörk í fyrsta leik sínum með tyrkneska félaginu Fenerbahce er það vann 4-0 sigur á Al Ittihad í æfingaleik í kvöld.
Duran kom sér á slæmu hliðina hjá Jose Mourinho, þjálfara liðsins á dögunum, er hann mætti of seint í æfingabúðir og lét ekki vita af sér.
Mourinho skammaði hann opinberlega en nú vriðist það grafið og gleymt.
Duran kom inn af bekknum gegn Al Ittihad í kvöld og skoraði tvennu á síðasta stundarfjórðungnum.
Youssef En Nesyri og Sebastian Szymanski skoruðu hin tvö mörkin fyrr í leiknum.
Duran kom til Fenerbahce á láni frá Al Nassr á dögunum, en áður spilaði hann með Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og var að gera góða hluti þar áður en hann hélt óvænt til Sádi-Arabíu.
Jhon Duran ilk maç?nda ilk golünü att?. #FBvITT pic.twitter.com/x0Er58BvZe
— Fenerbahçe SK (@Fenerbahce) July 23, 2025
Athugasemdir