Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þú gast ekki tekið augun af honum"
Max Dowman.
Max Dowman.
Mynd: EPA
Tveir 15 ára strákar heilluðu mikið fyrir Arsenal í æfingaleik gegn AC Milan í Singapúr í dag.

Max Dowman og Marli Salmon komu báðir við sögu í leiknum en þeir eru kornungir og mjög spennandi.

„HM 2026 kemur og snemma fyrir Max Dowman en EM 2028 gæti verið möguleiki fyrir hann," segir í grein Daily Mail um æfingaleikinn í morgun.

„Þú gast ekki tekið augun af honum. Í hvert sinn sem hann fékk boltann, þá gerði hann eitthvað. Hann var nálægt því að skora 60 sekúndum eftir að hann kom inn á."

„Það er einfalt að segja það en hann lítur út eins og fótboltamaður. Mjög góður fótboltamaður."

Salmon er miðvörður og talað er um hann sem næsta William Saliba innan Arsenal. „Hæfileikalaug Arsenal er mjög djúp þessa stundina," segir í greininni.
Athugasemdir
banner