Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
   fim 24. júlí 2025 22:35
Snæbjört Pálsdóttir
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals
Kristján Guðmundsson þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur tók á móti botnliði FHL í kvöld á N1-vellinum á Hlíðarenda og sigraði 2-1 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir leik svaraði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals „Það er að fagna sigrinum, það er nottlega fyrst og fremst að ná að landa þessum 3 stigum.“ 


Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 FHL

„Við vorum að spila við FHL sem er búið að breytast mikið í fyrri hlutanum og við vissum ekki alveg út hvað við vorum að fara en það kom fljótt í ljós að það var mikil stemming í andstæðingnum en við skorum þetta glæsilega mark bara í fyrstu sókn sem var bara gríðarlega vel gert en það svæfði okkur einhvern veginn og við komumst ekki nógu vel i takt við leikinn og vorum að gera mörg tæknileg mistök í uppspili, að missa boltann á vondum stöðum og svona og lenda í smá eltingaleik.“

Málfríður Anna gekk á dögunum til liðs við Val og kom strax við sögu þegar hún kom inn á fyrir Natöshu sem þurfti að fara af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik

„Mér fannst hún koma mjög vel inn í leikinn, hún þurfti bara að hlaupa inn á um leið og Natasha meiðist, hún kemur alveg ísköld inn af bekknum og gerði þetta mjög vel, við treystum henni alveg í þetta verkefni, þannig að hún stóð sig vel.“

Næsti leikur Vals er bikarleikur gegn FH nk. þriðjudag klukkan 19:30 á N1-vellinum á Hlíðarenda

„Við erum farin að hugsa ansi mikið um næsta leik, bikarleikur á móti FH og hérna já við förum að vinna í því áfram en það er líka aðeins breytt lið FH, þær eru búnar að styrkja sig töluvert.“




Athugasemdir
banner