Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Marcus Rashford til Barcelona (Staðfest) - Fær treyju númer 14
Mynd: Barcelona
Marcus Rashford er genginn til liðs við Barcelona á láni frá Manchester United. Börsungar geta gert skiptin varanleg fyrir 26 milljónir punda á meðan lánsdvölinni stendur.

Barcelona hefur lengi vel sýnt Rashford áhuga og kláruðust viðræðurnar hratt eftir að Börsungar höfðu samband við Manchester United.

Rashford, sem er 27 ára gamall, var ekki í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra United, og var þetta því samkomulag best fyrir alla aðila.

Englendingurinn tók á sig fimmtán prósent launalækkun til að ganga til liðs við Barcelona og mun spænska félagið greiða allan launakostnað leikmannsins.

Eins og kom fram hér að ofan mun Barcelona eiga möguleikann á að gera skipti hans varanleg fyrir 26 milljónir punda.

„Eins og með flesta stuðningsmenn hef ég alltaf haft gaman af því að horfa á Barcelona spila, og það frá blautu barnsbeini. Það verður ánægjulegt fyrir mig að spila hér og ætla ég að njóta hverrar einustu mínútu.“

„Ég er fullur af spennu og hungri til að hjálpa liðinu að vinna. Þeir unnu svo margt á síðasta ári og ég sé metnaðinn hjá félaginu til að gera betur en á síðasta ári.“

„Fyrir leikmann er þetta nákvæmlega það sem þú vilt heyra því þú heldur áfram að bæta þig á hverju ári og það er það sem þú þarft að gera til að verða besta útgáfan af sjálfum þér,“
sagði Rashford.

Rashford mun klæðast treyju númer 14 hjá Börsungum, en hann verður ekki skráður strax í leikmannahóp félagsins í La Liga vegna fjárhagsreglna deildarinnar en það er þó gert ráð fyrir að það verði hægt að skrá hann fyrir byrjun tímabilsins.


Athugasemdir
banner