Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jakob Snær frá fram á næsta ár
Jakob Snær.
Jakob Snær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, sleit hásin á æfingu liðsins í gær. Þetta staðfestir Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, við Fótbolta.net.

Það er því ljóst að Jakob spilar ekki með KA á þessu tímabili og framundan er löng og ströng endurhæfing.

KA æfði í Danmörku í gær en framundan er leikur gegn Silkeborg í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Jakob Snær er 28 ára Siglfirðingur sem hefur verið hjá KA í fjögur ár, skipti yfir frá grönnunum í Þór sumarið 2021. Hann er fjölhæfur leikmaður, getur leyst allar stöður úti í víddinni, bæði sóknar- og varnarlega.

Fyrir utan Jakob eru allir leikmenn KA tilbúnir í leikinn gegn Silkeborg sem hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Livey.

Jakbo Snær er annar leikmaður KA sem slítur hásin á æfingu á þessu ári. Jonathan Rasheed, markmaðurinn sem kom til félagsins í vetur, sleit hásin á æfingu þegar hann var nýkominn til landsins.

Jakob hefur komið við sögu í 15 af 16 leikjum KA á tímabilinu. Hann missti af byrjun Íslandsmótsins í fyrra en kom virkilega öflugur inn í lið KA sem sneri gengi sínu við í kjölfar innkomu Jakobs.
Athugasemdir
banner
banner
banner