Ruben Amorim, stjóri Manchester United, ætlar að fara að einbeita sér að því núna að selja leikmenn eftir að hafa landað Bryan Mbeumo frá Brentford.
United vill losa sig við fimm leikmenn en Marcus Rashford er við það að ganga í raðir Barcelona á láni.
United vill losa sig við fimm leikmenn en Marcus Rashford er við það að ganga í raðir Barcelona á láni.
Hinir leikmennirnir eru Alejandro Garnacho, Antony, Jadon Sancho og Tyrell Malacia. Þeir fara ekki í æfingaferð með Man Utd til Bandaríkjanna.
Chelsea og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga á Garnacho og Sancho er sterklega orðaður við Juventus. Antony spilaði vel með Real Betis á láni á síðasta tímabili en það heyrist lítið í kringum hann. Malacia var þá á láni hjá PSV en fer líklega ekki aftur þangað.
United er þó ekki hætt á markaðnum en fókusinn fer á það núna að losa þessa leikmenn. Svo er félagið að skoða það að fá inn markvörð og sóknarmann.
Athugasemdir