Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 08:48
Elvar Geir Magnússon
Gylfi og Tómas Bent í banni um helgina
Gylfi verður ekki með gegn Fram á sunnudag.
Gylfi verður ekki með gegn Fram á sunnudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikmenn úr Bestu deildinni voru úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga á fundi aganefndar KSÍ í gær.

Þar á meðal er Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Víkings, sem tekur út bann í útileik gegn Fram á sunnudagskvöld. Víkingur verður einnig án markvarðarins Ingvars Jónssonar í þeim leik þar sem hann fékk rautt í tapinu gegn Val. Pálmi Rafn Arinbjörnsson mun því verja markið í þeim leik.

Víkingar eru jafnir Breiðabliki og Val að stigum á toppi deildarinnar. Valsmenn fá FH í heimsókn á sunnudagskvöld. Tómas Bent Magnússon, miðjumaður Hlíðarendaliðsins, er kominn með fjögur gul spjöld og tekur út bann í þeim leik.

Gunnar Jónas Hauksson verður í banni þegar Vestri fær ÍBV í heimsókn á sunnudag. Bjarni Aðalsteinsson í KA er einnig kominn í bann en hann tekur það út þann 5. ágúst en þá er næsti deildarleikur Akureyrarliðsins, gegn Breiðabliki í Kópavogi.

Í Lengjudeildinni verða Orri Sveinn Segatta (Fylki), Brynjar Snær Pálsson (HK), Kristján Snær Frostason (HK), Daði Bærings Halldórsson (Leikni), Djorde Vladisavljevic (Leikni), Ívan Breki Sigurðsson (Selfossi), Bjarki Baldvinsson (Völsungi) og Hermann Helgi Rúnarsson (Þór) í banni í næstu umferð.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 15 9 3 3 39 - 20 +19 30
2.    Víkingur R. 15 9 3 3 27 - 16 +11 30
3.    Breiðablik 15 9 3 3 27 - 20 +7 30
4.    Fram 15 7 2 6 23 - 19 +4 23
5.    Stjarnan 15 6 3 6 25 - 26 -1 21
6.    Vestri 15 6 1 8 13 - 14 -1 19
7.    Afturelding 15 5 4 6 18 - 20 -2 19
8.    FH 15 5 3 7 25 - 20 +5 18
9.    ÍBV 15 5 3 7 14 - 21 -7 18
10.    KA 16 5 3 8 16 - 31 -15 18
11.    KR 15 4 4 7 35 - 37 -2 16
12.    ÍA 16 5 0 11 16 - 34 -18 15
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍR 13 8 4 1 24 - 10 +14 28
2.    Njarðvík 13 7 6 0 31 - 12 +19 27
3.    HK 13 7 3 3 25 - 15 +10 24
4.    Þór 13 7 2 4 30 - 20 +10 23
5.    Þróttur R. 13 6 4 3 24 - 21 +3 22
6.    Keflavík 13 6 3 4 30 - 22 +8 21
7.    Grindavík 13 4 2 7 28 - 38 -10 14
8.    Völsungur 13 4 2 7 20 - 30 -10 14
9.    Selfoss 13 4 1 8 15 - 25 -10 13
10.    Fylkir 13 2 4 7 16 - 21 -5 10
11.    Leiknir R. 13 2 4 7 13 - 28 -15 10
12.    Fjölnir 13 2 3 8 18 - 32 -14 9
Athugasemdir
banner
banner