Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gæti Hólmbert komið heim?
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Hólmbert Aron Friðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rætt var um framherjamarkaðinn í síðasta Innkasti en félagaskiptaglugginn er núna galopinn.

Viðar Örn Kjartansson er mögulega að yfirgefa KA en heyrst hefur að það sé verið að bjóða hann til annarra félaga.

Þá var rætt um möguleikann á því að Hólmbert Aron Friðjónsson komi heim í Innkastinu. Hólmbert er án félags eftir að hafa yfirgefið Preussen Münster í Þýskalandi.

„Gæti Hólmbert Aron komið heim?" velti Sæbjörn Steinke upp í þættinum og nefndi Fram til sögunnar. Vuk Oskar Dimitrijevic er að glíma við meiðsli og spurning hvort Fram sæki leikmann. Þá hlýtur Hólmbert að vera ofarlega á lista en hann spilaði með Frömurum frá 2011 til 2013.

„Það er eitthvað skemmtilegt að fara að gerast í þessu," sagði Sæbjörn en bætti við:

„Ég hef ekki heyrt einn einasta orðróm um Hólmbert mjög lengi. Gæti hann farið heim í Fram? Ef hann kallar það heima."

Hólmbert, sem er 32 ára gamall, spilaði með HK, Fram, KR og Stjörnunni á Íslandi, en erlendis hefur hann spilað með Álasundi, Brescia, Bröndby, Celtic, Holsten og Lilleström.

Hann á sex A-landsleiki að baki með Íslandi og skorað tvö mörk.
Innkastið - Valur fékk toppsætið á silfurfati
Athugasemdir
banner
banner