Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 13:54
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu markið: Saka tryggði sigur Arsenal í Singapúr
Rafael Leao með boltann í leiknum
Rafael Leao með boltann í leiknum
Mynd: EPA
Arsenal vann 1-0 sigur gegn AC Milan í æfingaleik í Singapúr í dag. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tefldi fram öflugu liði og var Christian Nörgaard meðal byrjunarliðsmanna.

Martin Zubimendi og Kepa Arrizabalaga komu inn í hálfleik.

Arsenal var nálægt því að taka forystuna í fyrri hálfleik eftir flott tilþrif Ethan Nwaneri og þá var bjargað á línu eftir skalla Riccardo Calafiori.

Mikel Arteta gerði alls sex breytingar í hálfleik og á 53. mínútu kom eina markið. Bukayo Saka skoraði af stuttu færi eftir sendingu Jakub Kiwior.

Seinna í leiknum komu hinir 15 ára gömlu Marli Salmon og Max Dowman inn en þeir fæddust þremur árum eftir að Emirates leikvangurinn var tekinn í notkun.

Mikel Marino var nálægt því að tvöfalda forystu Arsenal en Lorenzo Torriani, tvítugur markvörður AC Milan, kom í veg fyrir stærra tap ítalska liðsins.

Þrátt fyrir sigur Arsenal þá var farið í vítakeppni í leikslok, samkvæmt reglum æfingamótsins. Þar vann AC Milan 6-5 sigur þar sem Torriani hélt áfram að verja vel.



Byrjunarlið AC Milan: P. Terracciano; Pavlovic, Thiaw, Tomori, Musah, Ricci, Saelemaekers, Bartesaghi, Loftus-Cheek, Leao, Pulisic.
(Varamenn: Torriani, Okafor, Chukwueze, F. Terracciano, Colombo, Bondo, Gabbia, Pittarella, Comotto, Dutu, Magni, Liberali)

Byrjunarlið Arsenal: Raya; White, Saliba, Calafiori, Zinchenko; Nörgaard, Rice, Nwaneri; Saka, Martinelli, Havertz.
(Varamenn: Arrizabalaga, Setford, Rojas-Fedorushchenko, Nichols, Kiwior, Salmon, Lewis-Skelly, Zubimendi, Lokonga, Copley, Merino, Dowman, Odegaard, Kabia, Nelson, Trossard, Odegaard, Harriman-Annous)
Athugasemdir
banner
banner