Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
   fim 24. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Sáu tvö rauð spjöld á sömu mínútunni en héldu út til leiksloka
Pétur Óskarsson og Ísak Leó Guðmundsson í baráttunni í leiknum í gær
Pétur Óskarsson og Ísak Leó Guðmundsson í baráttunni í leiknum í gær
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Elliði 1 - 1 Árborg
0-1 Aron Freyr Margeirsson ('23 )
1-1 Natan Hjaltalín ('61 )
Rautt spjald: ,Natan Hjaltalín , Elliði ('76)Guðmundur Árni Jónsson , Elliði ('76)

Elliði og Árborg skildu jöfn, 1-1, í 4. deild karla á Fylkisvellinum í gær.

Aron Freyr Margeirsson kom gestunum í Árborg yfir með marki á 23. mínútu en heimamenn komu til baka þegar um hálftími var eftir af síðari hálfleik með marki Natans Hjaltalín.

Markaskorarinn Natan og liðsfélagi hans Guðmundur Árni Jónsson sáu báðir rauða spjaldið stundarfjórðungi fyrir leikslok. Báir fengu annað gula spjaldið og spiluðu heimamenn tveimur mönnum færri á mikilvægum kafla leiksins, en gestirnir nýttu sér ekki meðbyrinn og lokatölur því 1-1.

Árborg og Elliði eru áfram hlið við hlið á töflunni. Árborg er í 3. sæti með 20 stig en Elliði í 4. sæti með jafnmörg stig en slakari markatölu.

Elliði Hrannar Hlíðdal Þorvaldsson (m), Gylfi Gestsson, Nói Hrafn Ólafsson (78'), Jóhann Andri Kristjánsson (78'), Pétur Óskarsson, Andri Már Hermannsson (90'), Natan Hjaltalín, Þröstur Sæmundsson, Emil Ásgeir Emilsson, Viktor Máni Róbertsson, Guðmundur Árni Jónsson
Varamenn Benedikt Elí Bachmann, Gunnar A. Scheving (90'), Jón Halldór Lovísuson, Brian Junior Tita Ngale Njume (78'), Adam Fijalkowski (78'), Óttar Ögmundsson

Árborg Pétur Logi Pétursson (m), Kristinn Ásgeir Þorbergsson, Gestur Helgi Snorrason (70'), Jökull Hermannsson, Ísak Leó Guðmundsson, Brynjar Bergsson (90'), Magnús Arnar Hafsteinsson (70'), Þormar Elvarsson, Adam Örn Sveinbjörnsson, Aron Freyr Margeirsson (78'), Aron Darri Auðunsson
Varamenn Birkir Óli Gunnarsson, Steinar Aron Magnússon (78), Magnús Hilmar Viktorsson (90), Guðmundur Jón Þórðarson, Sigurjón Reynisson (70), Þorvarður Hjaltason, Andrés Karl Guðjónsson (70)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KÁ 12 8 4 0 50 - 17 +33 28
2.    KH 12 8 2 2 35 - 20 +15 26
3.    Árborg 12 5 5 2 29 - 22 +7 20
4.    Elliði 12 5 5 2 24 - 18 +6 20
5.    Vængir Júpiters 11 4 5 2 22 - 19 +3 17
6.    Hafnir 12 5 0 7 28 - 34 -6 15
7.    Kría 12 3 4 5 22 - 25 -3 13
8.    Álftanes 12 3 2 7 16 - 27 -11 11
9.    KFS 11 3 1 7 18 - 45 -27 10
10.    Hamar 12 0 2 10 15 - 32 -17 2
Athugasemdir
banner