Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 13:00
Elvar Geir Magnússon
Allt bendir til að Blikar fari til Bosníu - Eiga harma að hefna
Úr leik Breiðabliks og Zrinjski Mostar 2023.
Úr leik Breiðabliks og Zrinjski Mostar 2023.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Zrinjski Mostar frá Bosníu og Hersegóvínu verður að öllum líkindum næsti Evrópuandstæðingur Breiðabliks. Blikar töpuðu 7-1 í fyrri leik sínum gegn Lech Poznan í forkeppni Meistaradeildarinnar og þurfa ekkert minna en kraftaverk til að komast áfram.

Evrópuþátttaka Blika mun þó halda áfram en þeir munu fara niður í forkeppni Evrópudeildarinnar þar sem þeir leika gegn tapliðinu úr einvígi Zrinjski Mostar og Slovan Bratislava. Slóvakíska liðið vann fyrri leikinn 4-0.

Breiðablik er öruggt með að minnsta kosti umspil um sæti í Sambandsdeildinni en ef liðið vinnur Zrinjski Mostar fer Kópavogsliðið í umspil um sæti í Evrópudeildinni þar sem tapliðið mun fara í Sambandsdeildina.

Fyrir tveimur árum vann Zrinjski Mostar 6-2 sigur á heimavelli gegn Breiðabliki í forkeppni Evrópudeildarinnar. 1-0 sigur Blika í seinni leiknum dugði skammt. Kópavogsliðið á því harma að hefna frá því einvígi.
Athugasemdir
banner
banner