Liverpool í lykilstöðu til að fá Rodrygo frá Real Madrid - Brentford hafnaði fyrsta tilboði Newcastle í Wissa
   mið 23. júlí 2025 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Sævar Atli með eina mark Brann í tapi gegn Salzburg
Sævar Atli skoraði eina mark Brann
Sævar Atli skoraði eina mark Brann
Mynd: Brann
Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Brann í annars þungu 4-1 tapi gegn austurríska liðinu Salzburg í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Bergen í kvöld.

Leiknismaðurinn var að byrja sinn fyrsta leik síðan hann kom til Brann frá Lyngby.

Hann hafði komið tvisvar af bekknum í deildinni og skorað eitt mark, og fékk loks tækifærið til að byrja í kvöld og nýtti vel.

Sævar skoraði eina mark Brann á 20. mínútu eftir stoðsendingu frá hinum tvítuga Eivind Fauske-Helland. Sólin var eitthvað að þvælast fyrir leikmönnum Salzburg og nýtti Sævar sér það með góðu skoti af sextán metra færi.

Flott byrjun hjá Brann sem fór með eins marks forystu inn í hálfleikinn en í þeim síðari tóku Salzburg-menn við sér. Dorgeles Nene og Karim Onisiwo skoruðu tvö mörk með stuttu millbili áður en þeir Yorbe Vertessen og Maurits Kjærgaard bættu við tveimur til viðbótar á lokamínútunum.

Sævar fór af velli á 76. mínútu leiksins en Eggert Aron Guðmundsson lék allan leikinn. Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Liðin mætast aftur á heimavelli Salzburg í næstu viku, en Brann þarf algert kraftaverk til að komast áfram í næstu umferð.
Athugasemdir
banner