Borussia Dortmund og Lyon kljást nú um argentínska miðjumanninn Facundo Buonanotte sem er á mála hjá Brighton á Englandi.
Buonanotte er tvítugur skapandi miðjumaður sem eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Leicester.
Sky Sports segir Dortmund komið í viðræðum um Buonanotte eftir að hafa misst af Ethan Nwaneri sem ákvað að framlengja samning sinn við Arsenal.
Einnig kemur fram að Lyon hafi opnað viðræður við umboðsmenn leikmannsins.
Brighton mun á næstu dögum funda um framtíð Buonanotte sem kom að níu mörkum með Leicester á síðasta tímabli.
Athugasemdir