Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
   mið 23. júlí 2025 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Konate með nýtt og endurbætt samningstilboð frá Liverpool
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Ibrahima Konate er kominn með í hendurnar nýtt og endurbætt samningstilboð frá Englandsmeisturum Liverpool en þetta segir belgíski blaðamaðurinn Sacha Tavolieri á X í kvöld.

Liverpool hefur átt í viðræðum við Konate síðustu mánuði en núgildandi samningur hans rennur út á næsta ári og fylgist Real Madrid náið með stöðunni.

Samkvæmt spænsku blöðunum hefur Real Madrid átt samtöl við umboðsmenn Konate og er því jafnvel haldið fram að spænska félagið hafi verið í sambandi við Liverpool til að athuga hvort það sé reiðubúið að selja hann á sanngjörnu verði í sumar.

Tavolieri, sem er vel að sér á félagaskiptamarkaðnum, er með sambönd innan Frakklands og segist hann hafa heimildir fyrir því að Konate sé kominn með nýtt og rausnarlegt samningstilboð frá Liverpool.

Konate, sem hefur spilað mikilvægt hlutverk í vörn Liverpool síðustu ár, er nú að fara yfir þá kosti sem eru í stöðunni, en það er algerlega óvíst hvað hann gerir.

Samkvæmt Tavolieri er hann opinn fyrir því að fara til Real Madrid, en það heillar auðvitað líka að vera áfram hjá Liverpool sem hefur styrkt hópinn verulega í sumarglugganum.
Athugasemdir
banner