KR æfði í gær í fyrsta sinn á heimavelli sínum en búið er að leggja gervigras á Meistaravelli og á laugardag fer fram fyrsti leikur á vellinum þegar KR fær Breiðablik í heimsókn.
KR hefur spilað heimaleiki sína til þessa á AVIS-vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar. Fótbolti. net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eftir æfinguna í gær.
KR hefur spilað heimaleiki sína til þessa á AVIS-vellinum í Laugardal, heimavelli Þróttar. Fótbolti. net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eftir æfinguna í gær.
„Frábær tilfinning að æfa á heimavellinum sínum," segir þjálfarinn.
Nýtt gervigras þarf smá tíma til að jafna sig og verða frábært fyrir fótbolta, það þarf að hlaupa svolítið á því.
„Ég held að allir geri sér grein fyrir því að það tekur smá tíma fyrir þetta gras að verða frábært, gúmmíið á eftir að jafna sig."
KR hefur getað æft á KR-vellinum, þar sem KV spilar sína heimaleiki. En það er ekki eins og að æfa á aðalvellinum.
„Það skiptir öllu máli fyrir okkur að æfa á vellinum sem við spilum á, fá tilfinninguna að æfa á aðalvellinum, labba beint út úr klefanum og á æfingu. Sú tilfinning er frábær og gefur mönnum orku. Tengingin við félagið verður betri og sterkari."
Klukkan 17:00 á laugardag koma Íslandsmeistarar Breiðabliks í heimsókn.
Getur maður undirbúið sig öðruvísi fyrir leik á glænýju gervigrasi en öðru gervigrasi?
„Nei, ég held nú ekki. Flest lið hafa einhvern tímann spilað leik á nýlögðu grasi. Ég held að flestir séu komnir með sæmilegan skilning á því hvernig boltinn virkar, þú hefur stundum ekki fullkomna stjórn, tekur sjálfur völdin og fleytist áfram á gúmmíinu. Menn verða bara að meðvitaðir um það, þýðir ekkert að fara spila annan fótbolta, held að það sé ekki gáfulegt," segir Óskar.
Athugasemdir