Valur hefur fundið góðan takt og er á gríðarlegu skriði þessa dagana. Valsmenn hafa unnið átta leiki í röð og eru komnir á toppinn í Bestu deildinni.
Þeir unnu dramatískan útisigur á Víkingum í toppbaráttuslag í síðustu umferð þar sem Patrick Pedersen gerði sigurmarkið undir lokin. Patrick er núna einu marki frá markametinu í efstu deild.
Þeir unnu dramatískan útisigur á Víkingum í toppbaráttuslag í síðustu umferð þar sem Patrick Pedersen gerði sigurmarkið undir lokin. Patrick er núna einu marki frá markametinu í efstu deild.
Valur fór ekkert frábærlega af stað á tímabilinu og í upphafi tímabils var farið að tala um framtíð Srdjan Tufegdzic sem þjálfara liðsins. Núna hins vegar leikur lífið við Valsmenn.
„Það er alvöru skrið á þeim. Þeir eru á mjög góðum stað þessa stundina. Þeir hafa svarað þessu verðskuldaða tapi á móti Stjörnunni virkilega vel," sagði Sæbjörn Steinke þegar rætt var um Val í Innkastinu.
„Þeir eru bæði að vinna þessa harksigra og líka með frábærum frammistöðum. Þetta er heilsteypt. Eftir að Siggi Lár fer líka að spila þarna vinstra megin þegar þeir eru sókndjarfari í leikjunum sínum... hann hefur komið frábærlega inn. Leikplanið að vera með þennan bakvörð að koma inn á miðju gerði það að verkum að þeir voru hægir og fyrirsjáanlegir; sóknarleikurinn var eins og þegar það er verið að stilla upp í fyrstu sókn í handbolta, allir fá harpix á puttana," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs og fyrrum aðstoðarþjálfari Vals.
„Birkir Heimis var að spila frábærlega sem þessi 'inverted bakvörður' en eftir að þeir breyttu svolítið og settu Sigga Lár þarna út vinstra megin - þá er Tryggvi að fá mann utan á sig og fær meira frelsi - þá hefur mér fundist Valsararnir þrusuflottir og mér finnst þeir eiginlega líklegastir til að klára þetta eins og þetta er núna," sagði Siggi jafnframt.
„Ég væri spenntur ef ég væri Valsari í dag."
Valsararir eru líklega óútreiknanlegri í sóknarleik sínum þegar Sigurður Egill hefur komið inn í liðið en þá leiki sem hann hefur byrjað að undanförnu hefur Valur unnið sannfærandi, þar á meðal 6-1 gegn KR og 5-2 gegn KA.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir