Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
banner
   fim 24. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leikmaður Barcelona á leið til Portúgals
Mynd: EPA
Spænski leikmaðurinn Pau Victor er á förum frá Barcelona og er að ganga í raðir Braga í Portúgal en þetta segir vefmiðillinn Athletic í dag.

Þessi 23 ára gamli framherji var keyptur til Barcelona frá Girona á síðasta ári.

Hann spilaði aðeins meira en hann hafði búist við, aðallega vegna meiðsla í hópnum en alls lék hann 29 leiki og skoraði 2 mörk.

Athletic segir hann nú á förum frá Barcelona, en hann er að ganga í raðir portúgalska félagsins Braga fyrir 15 milljónir evra.

Draumur Victor var að spila áfram með Barcelona, en hann vissi þó að tækifærin yrðu af skornum skammti þar sem Marcus Rashford er að koma á láni frá Manchester United og þá voru þeir Robert Lewandowski og Ferran Torres þegar á undan honum í goggunarröðinni.
Athugasemdir
banner
banner