Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 26. apríl 2019 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Koma Guardiola myndi hjálpa Ronaldo hjá Juventus
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Einhverjar sögusagnir eru um það að Pep Guardiola taki við af Max Allegri sem stjóri Juventus eftir leiktíðina.

Fréttir bárust í upphafi mars að Guardiola væri mögulega á leið til Juventus eftir leiktíðina og myndi skrifa undir fjögurra ára samning.

Spænska blaðið Marca greinir svo frá því í gær að Cristiano Ronaldo, einn allrabesti leikmaður heims og núverandi leikmaður Juventus, myndi njóta góðs af komu Guardiola til gömlu konunnar.

„Guardiola er velkominn til Juventus og mun hjálpa Ronaldo, Guardiola mun ná því besta sem hægt er út úr Paolo Dybala," segir í frétt Marca.

Juventus vann um síðustu helgi ítalska meistaratitilinn en tókst ekki að komast í gegnum Ajax í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner