Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   þri 27. ágúst 2019 14:30
Magnús Már Einarsson
Gary Martin fer á lán í byrjun næsta árs
Gary Martin.
Gary Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski framherjinn Gary Martin framlengdi í gær samning sinn við ÍBV. Gary kom til ÍBV í sumar eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok hjá Val í maí síðastliðnum.

Gary klárar þetta tímabil af fullum krafti með ÍBV áður en hann fer heim til Englands.

Hann mun ekki búa í Vestmannaeyjum í vetur en hann fer til Englands og mun spila með liði þar á láni í byrjun næsta árs. Gary kemur síðan aftur til Íslands í mars á næsta ári fyrir keppni í Inkasso-deildinni næsta sumar með ÍBV.

„Planið er að ég fari heim eftir tímabilið til að hitta fjölskyldu mína og taka frí í nokkra mánuði," sagði Gary við Fótbolta.net í dag.

„Ég fer síðan á lán í tvo mánuði í janúar. Ég hef ekki spilað mikið af leikjum á þessu ári eftir allt það sem gerðist svo ég þarf að vinna þann tíma aftur upp. Það eru nú þegar nokkrir möguleikar á Englandi sem eru spennandi."

„Ég klára lánssamninginn í kringum mars en það veltur á því hvenær við förum í æfingaferð. Ég kem aftur til Íslands og fer með í æfingaferðina hvenær sem hún verður."

Sjá einnig:
Gary Martin og Halldór Páll spila með ÍBV í Inkasso (Staðfest)
Athugasemdir
banner
banner
banner