Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 17:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Burnley nældi í stig á Brúnni - Son bjargaði Tottenham
Dara O'Shea
Dara O'Shea
Mynd: Getty Images
Hetjan
Hetjan
Mynd: Getty Images
Muniz er sjóðandi heitur þessa dagana
Muniz er sjóðandi heitur þessa dagana
Mynd: Getty Images

Það voru óvænt úrslit í enska boltanum í dag en fimm leikir fóru fram klukkan 15.


Burnley náði í dýrmætt stig þegar liðið heimsótti Chelsea á Stamford Bridge. Axel Disasi kom boltanum í netið eftir tuttugu mínútna leik en markið var dæmt af þar sem boltinn fór af hendinni á honum og í netið.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Chelsea vítaspyrnu þegar Lorenz Assignon gerðist brotlegur og fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vincent Kompany var allt annað en sáttur með dóminn og fékk einnig að líta rauða spjaldið fyrir kjaftbrúk.

Cole Palmer skoraði úr vítaspyrnunni. Josh Cullen jafnaði metin strax í upphafi síðari hálfleiks með laglegu marki. Palmer var aftur á ferðinni undir lok leiksins og náði forystunni en það var síðan Dara O'Shea sem tryggði Burnley stig þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Tottenham lenti í vandræðum með Luton en Tahith Chong kom Luton yfir snemma leiks. Tottenham jafnaði metin þegar Issa Kabore varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og undir lok leiksins tryggði Heung Min Son Tottenham sigur með marki eftir laglega sókn.

Sheffield United var nálægt því að næla í sigur gegn Fulham en hinn sjóðheiti Rodrigo Muniz skoraði í uppbótatíma og tryggði Fulham stig.

Það var einnig dramatík þegar Bournemouth lagði Everton en Beto jafnaði metin fyrir Everton undir lokin eftir að Dominic Solanke kom Bournemouth yfir. Það var síðan Seamus Coleman sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótatíma og tryggja Bournemouth sigurinn.

Chelsea 2 - 2 Burnley
1-0 Cole Palmer ('44 , víti)
1-1 Joshua Cullen ('47 )
2-1 Cole Palmer ('78 )
2-2 Dara O'Shea ('81 )
Rautt spjald: Lorenz Assignon, Burnley ('40)

Sheffield Utd 3 - 3 Fulham
1-0 Ben Brereton ('58 )
1-1 Joao Palhinha ('62 )
2-1 Oliver McBurnie ('68 )
3-1 Ben Brereton ('70 )
3-2 Bobby Reid ('86 )
3-3 Rodrigo Muniz ('90 )

Tottenham 2 - 1 Luton
0-1 Tahith Chong ('3 )
1-1 Issa Kabore ('51 , sjálfsmark)
2-1 Son Heung-Min ('86 )

Bournemouth 2 - 1 Everton
1-0 Dominic Solanke ('64 )
1-1 Beto ('87 )
2-1 Seamus Coleman ('90 , sjálfsmark)

Nott. Forest 1 - 1 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('11 )
1-1 Chris Wood ('61 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner