Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 17:46
Brynjar Ingi Erluson
Ísak Andri skoraði í opnunarleiknum - Nóel Atli færist nær dönsku úrvalsdeildinni
Ísak Andri byrjar tímabilið vel
Ísak Andri byrjar tímabilið vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nóel Atli Arnórsson er á toppnum í dönsku B-deildinni
Nóel Atli Arnórsson er á toppnum í dönsku B-deildinni
Mynd: Aðsent
Ísak Andri Sigurgeirsson nýtti þær mínútur vel sem hann fékk með Norrköping í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag, þó úrslitin hafi ekki beint verið frábær.

Norrköping spilaði við Malmö í opnunarleik deildarinnar og það á heimavelli sínum, en Malmö-liðið var með mikla yfirburði og komst í fimm marka forystu.

Ísak kom inn af bekknum þegar tuttugu mínútur voru eftir og skoraði eina mark Norrköping sautján mínútum síðar. Hann fékk boltann vinstra megin við teiginn, tók góða snertingu til hægri áður en hann setti boltann í fjærhornið.

Arnór Ingvi Traustason var ekki með Norrköping í dag og Daníel Tristan Guðjohnsen ekki með Malmö, vegna meiðsla.



Árni Vilhjálmsson kom inn af bekknum í 1-1 jafntefli Novara gegn Lumezzane í C-deildinni á Ítalíu og það gerði Kristófer Jónsson líka í 2-1 sigri Triestina á Arzignano. Triestina er í 3. sæti A-riðils en Novara í 17. sæti.

Fjórir Íslendingar komu þá við sögu er Álaborg vann 1-0 sigur á SönderjyskE í toppslag dönsku B-deildarinnar. Nóel Atli Arnórsson var í byrjunarliði Álaborgar en þeir Atli Barkarson, Kristall Máni Ingason og Daníel Leó Grétarsson í liði SönderjyskE.

Álaborg er á toppnum í meistarariðlinum með 54 stig en SönderjyskE í öðru sæti með 49 stig.
Athugasemdir
banner
banner