Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 09:46
Elvar Geir Magnússon
Pochettino fór með þvælu á fréttamannafundi
Pochettino, stjóri Chelsea.
Pochettino, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
„Samkvæmt öllum tölfræðigögnum ætti Chelsea að vera í fjórða sæti," sagði Mauricio Pochettino stjóri Chelsea á fréttamannafundi.

Lið hans er í ellefta sæti í ensku úrvalsdeildinni, sautján stigum á eftir Aston Villa sem er í fjórða sætinu og síðasta örugga Meistaradeildarsætinu.

BBC skoðaði alla tölfræði Chelsea og komst að því að þessi ummæli Pochettino væru í raun algjör þvæla.

Vissulega er liðið í í fjórða sæti yfir væntan markamun í leik, með 50,64 í xG og 40,88 í xG gegn sér. Í nærri öllum öðrum tölfræðiþáttum er Chelsea hinsvegar neðar en í fjórða sæti.

Til dæmis í mörkum, skotum, skotum á mark, vera með boltann, sendingum, snertingum á boltann í vítateig andstæðingana, væntum mörkum og stórum tækifærum.

Chelsea tekur á móti Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner