Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 30. mars 2024 18:21
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Ótrúlega vonsvikinn
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, var gríðarlega vonsvikinn eftir 2-2 jafnteflið gegn Burnley á Stamford Bridge í dag.

Chelsea-liðið komst tvisvar í forystu gegn Burnley og spilaði þá gegn tíu mönnum Burnley allan síðari hálfleikinn. Liðið náði samt ekki að landa sigri gegn einu slakasta liði deildarinnar.

„Ég er ótrúlega vonsvikinn. Við sýndum ekki þetta samræmi og getuna til að stjórna þessum leik. Við leyfðum þeim að fá færi í gegnum föst leikatriði, sem gaf þeim trú,“ sagði Pochettino.

„Þetta eru úrslit sem sýna það að við þurfum að bæta okkur á mörgum sviðum ef við viljum vera samkeppnishæfir. Það var auðvelt fyrir þá að komast á síðasta þriðjung vallarins og við vorum ekki nógu grimmir í opnu spili eða að verjast föstum leikatriðum. Við þurfum að bæta okkur sem lið og vera samkeppnishæfari,“ sagði Pochettino.

Vincent Kompany, stjóri Burnley, var rekinn upp í stúku undir lok fyrri hálfleiks fyrir að mótmæla vítaspyrnudómi og seinna gula spjaldi Lorenz Assignon.

„Ég veit ekki hvað var í gangi þarna. Mér fannst þetta vera vítaspyrna og seinna gula. Ég get skilið þeirra pirring en svona er fótboltinn. VAR tók mark af Disasi en við ætlum ekkert að kvarta. Við skiljum ákvarðanir VAR og sættum okkur við reglurnar.“

Pochettino segir að liðið verði að bæta ákveðin atriði í leik liðsins ef það ætlar að veita öðrum liðum samkeppni.

„Liðið verður svolítið stressað þegar það er að vinna 1-0. Þetta snýst ekki bara um vinnuna, heldur að þróa sum svæði í okkar liði til að eiga betur við svona stöðu,“ sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner