Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 30. desember 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ég var aldrei búinn að ná neinu samkomulagi við KR"
Í leik gegn KR í sumar.
Í leik gegn KR í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var til viðtals hér á Fótbolti.net fyrr í dag. Hann var spurður út í tímabilið með Silkeborg til þessa, U21 landsliðið, covid og tímana framundan.

Hann var einnig spurður út í tímabilið með ÍA, áhuga íslenskra félaga og sérstaklega meintan áhuga KR en sagan var á þá leið að Stefán yrðir keyptur til KR og færi þangað ef hann yrði áfram á Íslandi árið 2021.

„Ég vissi að með góðri frammistöðu með ÍA, nokkrum mörkum og góðri frammistöðu með U21 myndu einhverjir gluggar opnast, sem og gerðust," eru orð sem Stefán vitnar í úr viðtalinu í þessum hluta samtalsins.

Viðtalið:
Stefán Teitur: Ef þvotturinn klikkar þá hringir maður í mömmu á Facetime

Það voru háværar sögusagnir um að þú værir með samkomulag við KR um að þú færir þangað ef þú yrðir áfram á Íslandi. Geturu eitthvað sagt frá því núna hvort eitthvað samkomulag var um slíkt?

„Veistu, það kom aldrei til mín. En eins og ég sagði áðan, ef leikmaður sem er að spila í ÍA eða bara Fylki eða HK sem dæmi, skorar einhver átta mörk, þá segir það sig alveg sjálft að stóru liðin á Íslandi vilja fá þig, ég held að það segi sig alveg sjálft," sagði Stefán Teitur.

„En ég var aldrei búinn að ná neinu samkomulagi við KR eða annað félag."

Það voru sögur um að Breiðablik m.a. vildi fá þig í sínar raðir fyrir tímabil. Var það innspýting fyrir þig farandi inn í tímabilið?

„Já algjörlega. Það er alltaf gaman þegar góð og flott lið vilja fá þig. Það sýnir að þú sért að gera eitthvað rétt. Mér fannst ég sýna það í sumar af hverju þessi lið höfðu áhuga og gaman að þau höfðu áhuga," sagði Stefán.
Athugasemdir
banner
banner