Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fimmta mark Suarez - Dagur Dan spilaði í jafntefli
Luis Suarez heldur áfram að skora í Bandaríkjunum
Luis Suarez heldur áfram að skora í Bandaríkjunum
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez skoraði fimmta deildarmark sitt er Inter Miami gerði 1-1 jafntefli við New York City í MLS-deildinni í nótt.

Suarez, sem var harðlega gagnrýndur í fyrstu leikjunum með Inter Miami, hefur verið þeirra mikilvægasti maður undanfarið.

Hann skoraði fimmta deildarmark sitt á 15. mínútu gegn New York en gestirnir jöfnuðu tuttugu mínútum síðar.

Inter Miami er í 2. sæti Austur-deildarinnar með 11 stig eftir sjö leiki, en Suarez er næst markahæstur í allri deildinni. Aðeins Lewis Morgan hefur skorað fleiri eða sex talsins.

Dagur Dan Þórhallsson spilaði þá allan leikinn er Orlando City gerði 1-1 jafntefli við New York Red Bulls. Orlando hefur aðeins unnið einn deildarleik á tímabilinu en liðið situr í 13. sæti Austur-deildarinnar með 5 stig.

Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn af bekknum á 88. mínútu er St. Louis tapaði fyrir Real Salt Lake City, 3-1, í Vestur-deildinni, en St. Louis er með aðeins 7 stig í 10. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner