Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 31. mars 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Heldur enn í vonina um að Mbappe verði áfram í París
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, hefur ekki gefið upp von um að halda Kylian Mbappe hjá félaginu en þetta sagði hann í viðtali við Prime Video.

Sóknarmaðurinn verður samningslaus í sumar og er talið líklegast að hann sé á leið til Real Madrid.

Mbappe tjáði sig stuttlega um framtíð sína í viðtali í landsleikjatörninni, en hann sagðist þá ekki hafa neitt safaríkt að segja.

Enrique er að vonast til þess að Mbappe verði áfram og mun hann gera allt til að reyna halda honum.

„Ég held enn í vonina um að Kylian skipti um skoðun. Hann hefur ekki sagt neitt í augnablikinu og getur því snúist hugur, en ímyndum okkur aðeins ef við vinnum alla fjóra titlana á þessu tímabili og að Kylian taki ákvörðun á síðustu stundu og ákveði að hann ætli að vera áfram. Ég meina af hverju ekki? Sjáum hvað gerist,“ sagði Enrique.
Athugasemdir
banner
banner