Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 16. október 2018 14:30
Elvar Geir Magnússon
AC Milan vonast til að krækja í Aaron Ramsey
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
AC Milan vonast til að krækja í Aaron Ramsey, miðjumann Arsenal.

Þessi 27 ára leikmaður hefur meðal annars verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Liverpool en hann verður fáanlegur á frjálsri sölu eftir tímabilið.

Viðræður hans við Arsenal um nýjan samning sigldu í strand.

Framkvæmdastjóri Arsenal, Ivan Gazidis, tekur til starfa hjá AC Milan á þessu ári þar sem hann fer í svipað starf.

Milan vonast til þess að Gazidis hjálpi til við að krækja í Ramsey.

Talað er um að ítalska félagið ætli að senda Tiemoue Bakayoko aftur til baka til Chelsea í janúarglugganum en hann hefur ekki staðið undir væntingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner