Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 01. apríl 2024 19:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu mörkin: Birkir Már jafnaði með sleggju
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikur Víkings og Vals í meistarar meistaranna er farinn af stað á fullri ferð.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  3 Valur

Það var ekki liðin mínúta af leiknum þegar fyrsta mark leiksins kom en það var Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Vals, sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Víkingur fékk innkast og boltinn barst til Erlings Agnarsonar sem átti sendingu fyrir og Elfar Freyr renndi boltanum í netið.

Það leið ekki á löngu þangað til Birkir Már Sævarsson skoraði magnað mark með viðstöðulausu skoti fyrir utan teiginn.

„Gylfi Sig tekur hornið út Aron Jóh sem tekur skotið í varnarmann. Boltin fer þá í lappirnar á Birki Má sem bara lætur vaða og vá!. Ingvar Jóns virtist hafa misreiknað flugið á boltanum þarna en ég tek ekkert af Birki. Litla bomban hjá Birki," skrifaði Sölvi Haraldsson í textalýsingu hér á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner
banner