Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 12:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áfall fyrir Fylki - Ragnar Bragi rifbeinsbrotinn
Missir af byrjun mótsins.
Missir af byrjun mótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þetta er rifbeinsbrot og reyndar puttabrot líka'
'Þetta er rifbeinsbrot og reyndar puttabrot líka'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, er rifbeinsbrotinn og missir af byrjun Íslandsmótsins vegna meiðslanna. Vakin var athygli á því í hlaðvarpsþættinum Gula spjaldið í gær.

„Hann meiddist illa á æfingu, lenti illa og fór í myndatöku í dag," sagði þáttarstjórnandinn Albert Brynjar Ingason.

Fótbolti.net ræddi við Ragnar Braga í dag og staðfesti hann að um rifbeinsbrot væri að ræða. Meiðslin munu halda honum frá næsta mánuðinn og rúmlega það.

„Þetta er rifbeinsbrot og reyndar puttabrot líka," sagði Ragnar við Fótbolta.net og sagði að hann yrði líklega frá næstu sex vikurnar.

Ragnar Bragi er 29 ára miðjumaður sem kom við sögu í 23 leikjum í Bestu deildinni í fyrra.

Á ferlinum hefur hann leikið allan sinn feril með Fylki ef frá er talið eitt tímabil með Víkingi og tvö ár hjá unglingaliði Kaiserslautern í Þýskalandi. Hann lék á sínum tíma fimmtán leiki fyrir yngri landsliðin.

Orri Hrafn Kjartansson hefur verið orðaður við endurkomu í Fylki en hann er að öllum líkindum á förum frá Val. Fyrsti leikur Fylkis í Bestu deildinni er gegn KR og fer sá leikur fram á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner