Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líklegt byrjunarlið Íslands - Tvær breytingar frá síðasta leik
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við spáum því að Fanney Inga byrji.
Við spáum því að Fanney Inga byrji.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá kæmi einnig inn ef þetta líklega byrjunarlið verður niðurstaðan á morgun.
Diljá kæmi einnig inn ef þetta líklega byrjunarlið verður niðurstaðan á morgun.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fótbolti.net spáir því að það verði tvær breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik gegn Serbíu þegar það verður opinberað á morgun. Ísland mætir Póllandi í undankeppni EM og hefst leikurinn klukkan 16:45.

Þrátt fyrir að hafa misst af talsverðum hluta undirbúningsins spáum við því að Sædís Rún Heiðarsdóttir verði í byrjunarliðinu líkt og í síðasta leik. Sandra María Jessen er einnig kostur í vinstri bakvörðinn.

Við spáum því að Fanney Inga Birkisdóttir verði í markinu en Telma Ívarsdóttir hefur varið mark liðsins í síðustu leikjum. Hin breytingin yrði svo sú að Diljá Ýr Zomers kæmi inn fyrir Ólöfu Sigríði Kristinsdóttur. Bryndís Arna Níelsdóttir, sem skoraði gegn Serbíu, er einnig ansi líklegur kostur í framlínuna.

Ef líklegt byrjunarlið rætist verður varnarlínan óbreytt og miðsvæðið sömuleiðis frá 2-1 sigrinum gegn Serbíu í febrúar. Sá leikur fór fram á Kópavogsvelli og leikurinn á morgun fer þar fram sömuleiðis.


Athugasemdir
banner
banner
banner