Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Róbert Orri til Kongsvinger (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kongsvinger tilkynnir á heimasíðu sinni í dag að Róbert Orri Þorkelsson sé formlega genginn í raðir félagsins á láni frá kanadíska félaginu CF Montreal sem spilar í MLS deildinni vestanhafs.

Félagsskiptaglugganum í Noregi var skellt í lás í gærkvöldi en Kongsvinger náði að landa Róberti fyrir lokun. Róbert valdi að fara til norska félagsins á afmælisdaginn sinn, 3. apríl, en hann varð 22 ára í gær.

Róbert hefur verið á mála hjá Montreal síðan 2021 en hefur takmarkað spilað þar vegna meiðsla og svo verið á eftir öðrum í goggunarröðinni. Hann á að baki fjóra A-landsleiki og fimmtán leiki fyrir U21 landsliðið.

„Róbert er örvfættur miðvörður sem er mjög góður á boltann. Hann er fyrirliði U21 landsliðsins, hefur verið í MLS deildinni en ekki fengið mikið að spila. Hann kemur á þriggja mánaða láni með kaupmöguleika," segir Espen Nystuen sem er íþróttastjóri Kongsvinger.

Von er á Róberti til Noregs í kvöld og hann ætti því að geta spilað gegn Lyn á sunnudag. Kongsvinger er í norsku B-deildinni og er liðið með þrjú stig eftir fyrstu umferðina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner