Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 22:39
Brynjar Ingi Erluson
Róbert Orri loksins á förum frá Montreal
Róbert Orri Þorkelsson
Róbert Orri Þorkelsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson, leikmaður Montreal í Kanada, er á förum frá félaginu en hann er að ganga í raðir Kongsvinger í Noregi. Þetta segir TV2Sport.

Róbert Orri, sem er 22 ára gamall varnarmaður, hefur verið á mála hjá Montreal síðustu þrjú ár.

Hann hefur lítið fengið að spreyta sig á þessum þremur árum og aðeins spilað 25 leiki í öllum keppnum, þar af 20 leiki í MLS-deildinni en aðeins rúmar 700 mínútur í heildina.

Í ágúst á síðasta ári var Róbert nálægt því að ganga í raðir norska félagsins Haugesund en Montreal vildi ekki sleppa honum. Eftir tímabilið ákvað félagið að nýta ákvæði í samningi hans og framlengja hann um eitt ár.

TV2Sport greinir nú frá því að Róbert sé að fá ósk sína uppfyllta en hann er að ganga í raðir Kongsvinger í norsku B-deildinni. Róbert gerir þriggja mánaða lánssamning og á Kongsvinger möguleika á að kaupa hann á meðan lánsdvölinni stendur.

Róbert hefur verið í leit að meiri spiltíma og það er vonandi að það rætist í Noregi.

Kongsvinger virðist svo gott sem staðfesta skiptin á Twitter-síðu sinni, en þar er gefið til kynna að það sé leikmaður að lenda hjá félaginu.

Glugginn er að loka í Noregi og því vonandi að það verði gengið frá þessu sem allra fyrst.
Athugasemdir
banner
banner