Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 18:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Wilder bjartsýnn: Erum enn á lífi
Mynd: Getty Images

Chris Wilder stjóri Sheffield United er bjartsýnn fyrir leik liðsins gegn Liverpool á Anfied í kvöld.


Liðin eigast við á Anfield en Sheffield United er á botni deildarinnar, þegar níu leikir eftir, tíu stigum frá öruggu sæti en Liverpool er í harðri titilbaráttu.

„Þetta eru atvinnumenn. Þetta hefur verið ótrúlega erfitt tímabil fyrir stuðningsmennina og leikmennina. Leikmennirnir eru með stolt, við erum enn á lífi og við getum vonandi sýnt það í kvöld," sagði Wilder.

Bæði lið gera tvær breytingar á sínum liðum. Auston Trusty og James McAtee koma inn í lið Sheffield og Ben Osborn og Oliver McBurnie setjast á bekkinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner