Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   fös 05. apríl 2024 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Hún er alltaf tilbúin að þrífa upp allan skít eftir mig
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ótrúlega vel. Held að það séu fáir ósáttir núna,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir um tilfinninguna eftir 3-0 sigurinn á Póllandi í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Alexandra, sem hefur verið að standa sig frábærlega með Fiorentina á Ítalíu, var á miðsvæðinu með Hildi Antonsdóttur.

Það fór aldrei um hana í leiknum þrátt fyrir ágætis byrjun pólska liðsins.

„Nei, eða jú þær fengu þarna færi í 0-0 og það hefði ekkert verið næs að fá á sig mark þá en eftir að við skoruðum fyrsta markið fannst mér við vera 'solid'.“

Alexandra man ekki vel eftir mörkunum en fannst spilið og einstaklingsframtak Sveindísar frábært.

„Fínt spil í síðasta markinu og svo gerir Sveindís bara vel, snýr og vinstri í teignum. Ég man ekki nógu vel eftir fyrstu tveimur mörkunum.“

Eins og áður kom fram var Hildur með Alexöndru á miðjunni en henni leið mjög vel að spila með henni.

„Hildur er bara mögnuð. Ég sem er með henni á miðjunni og get gert það sem ég vil og hún er alltaf tilbúin að þrífa upp allan skít eftir mig. Hún er geggjuð.“

Í stöðunni 3-0 vildi Alexandra frá boltann frá Sveindísi en fékk hann ekki. Alexandra treystir henni fullkomlega til að taka rétta ákvörðun.

„Ég treysti Sveindísi til að taka ákvarðanir og ef hún skaut eða gaf á einhvern annan þá var það örugglega bara rétt ákvörðun í þeirri stöðu.“

Geggjuð byrjun hjá íslenska liðinu og enn sætara fyrir Alexöndru, sem var að spila á sínum gamla heimavelli.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá. Við byrjum á 3-0 sem hefði getað verið stærri sigur í dag. Ótrúlega gott. Á Kópavogsvelli, 3-0 og gott veður,“ sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner