Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Íslands: Hetjan úr síðasta leik byrjar - Fanney í markinu
Icelandair
Marki Bryndísar fagnað.
Marki Bryndísar fagnað.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fanney Inga er í markinu.
Fanney Inga er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá kemur líka inn í liðið.
Diljá kemur líka inn í liðið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland mætir Póllandi á Kópavogsvelli klukkan 16:45 og hefur landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson opinberað byrjunarliðið. Uppselt er á leikinn og verða um 1300 manns í stúkunni þegar nýja landsliðstreyjan verður frumsýnd og undankeppni EM hefst.

Þorsteinn gerir þrjár breytingar frá síðasta landsleik þar sem Íslands vann 2-1 endurkomusigur á Serbíu í febrúar og tryggði sér sæti í A-deild undankeppninnar.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir og Hlín Eiríksdóttir taka sér sæti á bekknum og inn koma þær Diljá Ýr Zomers og Bryndís Arna Níelsdóttir. Bryndís skoraði sigurmarkið gegn Serbíu.

Þriðja breytingin er svo í markinu þar sem Fanney Inga Birkisdóttir kemur inn fyrir Telmu Ívarsdóttur.

Landsliðsþjálfarinn var spurður út í Bryndísi á fréttamannafundi í gær. Bryndís var markadrottning Bestu deildarinnar í fyrra og samdi við Växjö í Svíþjóð í vetur.

Hefur hún tekið stór skref síðasta árið?

„Já, hún hefur verið að koma vel inn hjá okkur, skilað sínu vel og gert vel. Auðvitað frábært þegar hún skoraði þetta mark gegn Serbíu, hún gerði vel í þeim leik. Hún er að taka hæg og róleg skref í þessu, er að styrkjast og verða betri og betri," sagði Steini.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner