Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Defoe hættir hjá Tottenham - Vill taka við Sunderland
Jermain Defoe.
Jermain Defoe.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe er að hætta sem þjálfari hjá unglingaliði Tottenham en hann hefur mikinn áhuga á því að verða næsti stjóri Sunderland.

Defoe er í dag 41 árs gamall en hann átti flottan leikmannaferil þar sem hann spilaði meðal annars 57 landsleiki fyrir England og skoraði í þeim 20 mörk.

Sunderland er að leita að nýjum stjóra fyrir næsta tímabil eftir að hafa rekið Michael Beale úr því starfi. Defoe spilaði lengi fyrir Sunderland á sínum ferli og er mjög áhugasamur um að taka við liðinu.

„Ég sagði það þegar ég var leikmaður að ég myndi elska að stýra þessu félagi. Ef ég fengi tækifærið þá myndi ég svo sannarlega ekki forðast það," segir Defoe.

Defoe hefur þjálfað hjá Tottenham frá sumrinu 2022 en núna er hann tilbúinn að stíga næsta skref.
Athugasemdir
banner
banner