Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 07:35
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur rætt við Amorim - Varnarmenn orðaðir við Man Utd
Powerade
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Max Kilman er orðaður við United.
Max Kilman er orðaður við United.
Mynd: EPA
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Það er föstudagur og maður fær vatn í munninn þegar maður hugsar um fótboltaveisluna framundan um helgina. Amorim, Kilman, Konsa, Silva, Koopmeiners, Valverde, Zirkzee, Faye og fleiri í slúðri dagsins.

Liverpool er byrjað að ræða við Rúben Amorim (39), stjóra Sporting Lissabon, sem gæti tekið við af Jurgen Klopp. (Foot Mercato)

Barcelona hefur ekki lengur áhuga á Amorim. (Sport)

Manchester United hefur bætt Max Kilman (26) fyrirliða Wolves á lista sinn yfir varnarmenn sem félagið hefur áhuga á. (TalkSport)

Manchester United íhugar að gera sumartilboð í enska varnarmanninn Ezri Konsa (26) hjá Aston Villa. (Football Transfers)

Joao Felix segir að liðsfélagi sinn í portúgalska landsliðin, Bernardo Silva (29) hjá Manchester City, vilji skipta til Barcelona. (Gerard Romero)

Atalanta segir að Liverpool hafi ekki haft beint samband við félagið vegna hollenska miðjumannsins Teun Koopmeiners (26). (90min)

Liverpool vill fá úrúgvæska miðjumanninn Federico Valverde (25) frá Real Madrid. (TeamTalk)

Manchester United og Liverpool vilja fá hollenska framherjann Joshua Zirkzee (22) frá Bologna en hann vill helst fara til AC Milan. (Mirror)

Arsenal ætlar að veita Manchester United samkeppni um senegalska miðvörðinn Mikayil Faye (19) hjá Barcelona. (Calciomercato)

Manchester United hefur boðið enska vængmanninum Bendito Mantato (16) nýjan samning en mörg félög hafa sýnt honum áhuga. (Fabrizio Romano)

West Ham horfir til Marco Silva stjóra Fulham sem er með riftunarákvæði upp á 8,6 milljónir punda. (Sun)

AC Milan hefur áhuga á að fá Damien Comolli, fyrrum yfirmann fótboltamála hjá Liverpool, sem nýjan framkvæmdastjóra. (Tuttomercato)

Spænski framherjinn Ansu Fati (21) er í óvissu með sína framtíð hjá Barcelona eftir misheppnaða lánsdvöl hjá Brighton. Hann gæti verið seldur eða lánaður aftur á næsta tímabili. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner