Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 08:00
Elvar Geir Magnússon
Þrennuhetjan hélt með Man Utd í æsku
Cole Palmer skoraði þrennu í gær.
Cole Palmer skoraði þrennu í gær.
Mynd: Getty Images
Hinn 21 árs gamli Cole Palmer, sem skoraði þrennu í ævintýralegum sigri Chelsea gegn Manchester United í gær, kom upp úr unglingastarfi Manchester City.

Hann ólst hinsvegar upp sem stuðningsmaður Manchester United og fór því illa með félagið sem hann hélt með í æsku.

„Já þegar ég ólst upp þá hélt ég með Manchester United," sagði Palmer við TNT Sports eftir leik í gær.

Þetta var hans fyrsta þrenna á atvinnumannaferlinum og hann var 200. leikmaðurinn sem nær að skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni.

Þá var hann þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu gegn Manchester United í keppninni.

Hann varð fyrsti Chelsea leikmaðurinn til að skora gegn United bæði heima og úti á sama tímabili síðan Juan Mata gerði það 2012-13.
Athugasemdir
banner
banner
banner