Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 15:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Áhorfendamet í Úlfarsárdalnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var sett áhorfendamet á heimavelli Fram, Lambhagavellinum í Úlfarsárdal, í dag þegar Vestri kom í heimsókn.

„1861 manns eru mættir hér til að sjá þennan fyrsta leik tímabilsins og það er bæting frá því að 1722 manns mættu til að sjá Fram á móti ÍBV," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu leiksins.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

Fram vann leikinn 2-0 og byrjar tímabilið vel, ekki hægt að biðja um mikið meira en þrjú stig og áhorfendamet í fyrsta leik.

Það var sömuleiðis mjög góð mæting á leik Víkings og Stjörnunnar í gær. Alls mættu 1458 manns í Víkina á fyrsta leik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner