Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
   sun 07. apríl 2024 15:58
Haraldur Örn Haraldsson
Alex Freyr: Hér á ég heima
Alex Freyr í leiknum í dag.
Alex Freyr í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alex Freyr Elísson er nýkominn aftur til Fram sem er hans uppeldis klúbbur. Hann spilaði allar 90 mínúturnar í dag þegar liðið hans sigraði Vestra 2-0 í Úlfarsárdal.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

„Ég er án djóks með gæsahúð núna, þetta er bara frábær tilfinning, mér líður fáránlega vel, geggjað að vera kominn aftur í Fram og hér á ég heima."

Alex var að glíma mikið við meiðsli í lok síðasta tímabils og þetta eru fyrstu 90 mínúturnar sem hann klára í 8 mánuði.

"Maður er svona jafnt og þétt að ná leikformi til baka og það er fínt að gera það hérna í bláa búningnum þannig ég er bara ógeðslega þakklátur."

Andstæðingurinn í dag var Vestri sem var að spila sinn fyrsta leik í sögu félagsins í efstu deild.

„Það er alltaf erfitt að mæta nýliðum. Spennustigið hjá nýliðum er alltaf mjög hátt, og við þurftum bara að halda fókus og okkar yfirvegun með meiri reynslu í Bestu deildinni. Þannig við þekktum þetta betur og mér fannst við stjórna leiknum allan leikinn þangað til þeir lágu á okkur þarna í seinni hálfleik, þá vorum við með leikinn alveg 'under control'"

Alex spilaði í fimm manna varnarlínu í dag þar sem hann var hægri vængbakvörður og Kennie Chopart var hliðiná honum í hægri hafsentar stöðu. Þetta er breyting á liðinu frá því í fyrra sem Rúnar Kristinsson nýr þjálfari liðsins hefur framfært.

"Mér finnst geggjað að spila með Kennie, geggjað að spila undir Rúnari. Hann er þjálfari sem hefur trú á mér og þegar þú hefur trú á mér þá færðu það besta út úr mér."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner