Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
   sun 07. apríl 2024 23:16
Sölvi Haraldsson
Telur að margir séu að afskrifa þá - „Við ætlum að vinna deildina í ár“
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Mér fannst þetta vera mjög góður leikur frá byrjun. Við settum tónin snemma og við pressuðum þá mjög vel. Mér fannst þeir ekki höndla hana í 80-85 mínútur í kvöld. Svo þetta var sanngjarn sigur.“ sagði Luke Rae, framherji KR, eftir 4-3 sigur á Fylkismönnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Luke veit ekki hvað gerðist í lokin þegar mörkin flæddu inn en hann var sáttur með liðsfélagana sína að hafa klárað leikinn.

Ég er ekki viss hvað gerðist. Við stjórnuðum stærsta hluta leiksins en þeir fengu þessar seinustu 10 mínútur þar sem þeir stigu heldur betur á bensíngjöfina og við hljótum að hafa koðnað eitthvað niður við það. En eins og ég sagði að þá fannst mér við stýra þessum leik í 80 til 85 mínútur í kvöld.“

Luke Rae skoraði eitt fallegasta mark sumarsins í kvöld eftir hælsendingu frá Kristjáni Flóka.

Þetta var klárlega eitt besta mark sem ég hef skorað á ferlinum. Ég sá bara boltann koma í gegn og ég hugsaði um leið bara að ég ætti að negla boltanum á markið.

Luke Rae er mjög sáttur með innkomu Gregg Ryder í KR.

Það hefur verið mjög mikill bónus að fá hann inn. Hann hefur breytt því hvernig félagið á að fara áfram og þróast. Maður sá það frá byrjun hvað hann vildi. Hápressa og að stjórna leikjum. Við höfum gert það mikið í vetur, gerðum það í kvöld og við ætlum að gera það í sumar.“

Luke fékk ekki að spila mikið í fyrra en er þakklátur Gregg fyrir traustið sem hann hefur fengið frá honum.

„Ég var slægður með mínúturnar sem ég fékk í fyrra en það var í fyrra. Ég finn fyrir miklu trausti frá Gregg. Hann hefur látið mig byrja mikið í vetur og ég hef staðið mig vel þannig ef ég held svona áfram þá mun ég byrja oftar.“

Hvernig er það að spila í svona leik þar sem allt er í gangi á lokamínútunum?

Ég er ekki alveg viss með það. Þetta var auðvitað erfitt þegar þeir stigu á bensíngjöfina. Mér fannst þetta vera mjög rólegt í stöðunni 4-1 en þegar þeir minnkuðu muninn í 4-2 fann ég að þeir vildu ótrúlega mikið reyna að jafna leikinn. En þetta hafðist.

Luke segist vera mjög spenntur fyrir framhaldinu og ætlar að vinna titilinn með KR.

Fyrst og fremst finnst mér bara jákvætt að við höfum tekið þrjú stig úr leiknum í dag. Mér finnst eins og það sé mikið af fólki sem afskrifar okkur. Ég held að það sé ekki málið hjá okkur, við ætlum ekki bara að vera með, við ætlum að vinna titilinn og gefa liðum eins og Val og Víking enga afslætti.“ sagði Luke Rae að lokum eftir 4-3 sigur á Fylki í kvöld. Luke Rae var mjög góður í kvöld og var valinn maður leiksins.


Athugasemdir
banner
banner
banner