Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   lau 08. júní 2019 18:13
Ívan Guðjón Baldursson
HM kvenna: Spánn sneri stöðunni við á lokakaflanum
Spænski landsliðskonurnar að fagna síðasta marki leiksins gegn Suður-Afríku.
Spænski landsliðskonurnar að fagna síðasta marki leiksins gegn Suður-Afríku.
Mynd: Getty Images
Spánn 3 - 1 Suður-Afríka
0-1 Thembi Kgatlana ('25)
1-1 Jennifer Hermoso ('69, víti)
2-1 Jennifer Hermoso ('82, víti)
3-1 Lucia Garcia ('89)
Rautt spjald: Nothando Vilakazi, S-Afríka ('81)

Suður-afríska kvennalandsliðið er mætt á lokakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni og fékk liðið að keppa við Spán í fyrstu umferð.

Gæðamunur liðanna var augljós en Suður-Afríka komst yfir með marki frá Thembi Kgatlana á 25. mínútu og hélt forystunni út hálfleikinn.

Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánverja, gerði tvær breytingar á liðinu í hálfleik og jók sóknarþungan talsvert. Vörn Suður-Afríku stóð þó sóknirnar af sér þar til á 69. mínútu, þegar vítaspyrna var dæmd.

Jennifer Hermoso skoraði úr spyrnunni og var staðan jöfn þar til á 82. mínútu. Þá var aftur dæmd vítaspyrna og gerði Hermoso sitt annað mark. Vítaspyrnudómarnir voru nokkuð umdeildir.

Lucia Garcia, sem kom af bekknum í hálfleik, innsiglaði svo sigur Spánverja undir lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner