Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland í dag - Íslenska liðið á harma að hefna í Þýskalandi
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Annar leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2025 fer fram í dag þegar liðið heimsækir Þýskaland.


Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

Ísland hóf keppnina mjög vel þegar liðið lagði Pólland 3-0 á Kópavogsvelli síðastliðið föstudagskvöld.

Ljóst er að leikur dagsins verður erfiður en Ísland lék tvo leiki við Þjóðverja í Þjóðadeildinni á síðasta ári og töpuðust báðir, heima og að heiman, en útileikurinn tapaðist illa svo þær eiga harma að hefna í dag.

Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Þá kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitum C deildar Lengjubikars kvenna en Fjölnir og KR keppast um að mæta Haukum í úrslitum.

Landslið kvenna - Undankeppni EM
16:10 Þýskaland-Ísland (Tivoli)

Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
19:30 Fjölnir-KR (Egilshöll)


Athugasemdir
banner
banner
banner