Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
   fös 09. júní 2017 16:30
Magnús Már Einarsson
Emil Hallfreðs: Væri gaman að fá að spila einn leik á miðjunni
Icelandair
Emil í leiknum gegn Kósóvó í mars.
Emil í leiknum gegn Kósóvó í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það væri vitleysa að vera ekki bjartsýnn fyrir leikinn á sunnudaginn. Þetta verður vonandi frábært sumarkvöld fyrir alla Íslendinga," sagði Emil Hallfreðsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í leikinn gegn Króatíu á sunnudaginn.

Emil byrjaði síðasta leik gegn Kósóvó en ekki er ljóst hvort hann haldi sæti sínu á sunnudag.

„Það verður að koma í ljós á sunnudaginn. Þetta er í höndunum á Heimi. Hann velur liðið," sagði Emil en var hann sáttur með leik sinn gegn Kósóvó?

„Ég var á kantinum þar og það er ekki mín staða. Það væri gaman að fá að spila einn leik á miðjunni og það væri ekki leiðinlegt ef það myndi gerast á móti Króatíu. Ef það gerist þá gerist það og ég geri mitt besta."

„Ég missi ekki svefn yfir því hvort ég sé í liðinu eða ekki. Það sem skiptir máli er að liðið nái stigum og árangri, þá er maður sáttur að vera partur af þessu."


Í gær fengu landsliðsstrákarnir heimsókn frá Umhyggju, félagi langveikra barna.

„Það er alltaf gaman að geta gefið smá af sér og heilsað upp á krakka. Það er svo lítið sem þarf til að gleðja krakka og þetta var ótrúlega skemmtilegt," sagði Emil.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner